11. ágúst 2019 - 15:00
Jóhann Eyfells: Áþreifanlegir kraftar
Staður viðburðar:
Ásmundarsafn
Leiðsögn sýningarstjóra um sýningu Jóhanns Eyfells, Áþreifanlegir kraftar, í Ásmundarsafni.
Jóhann hefur notið umtalsverðrar virðingar fyrir verk sín og vinnubrögð. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1993 ásamt Hreini Friðfinnssyni. Hann byrjaði snemma á sjötta áratugnum að skapa abstrakt skúlptúra sem byggðust á tilraunum í eðlis- og efnafræði og sérstaklega umbreytingu málma við steypu. Tilraunir leiddu Jóhann að stíl sem hann kallar „receptúalisma“ en þar renna að hans sögn þrjú kerfi í eitt: Vísindi, heimspeki og dulhyggja.
Sýningin er sú þriðja í röð einkasýninga fimm listamanna sem eru höfundar listaverka í borginni.
Aðgöngumiði á safnið gildir.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.