Leiðsögn listamanns: Krókótt
Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri leiðir fjarspjall við Klæng Gunnarsson um sýningu hans Krókótt í D-sal Hafnarhúss, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.00.
Þar sem það er fimmtudagurinn langi er enginn aðgangseyrir!
Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.
Með samsnúningi af heimildagerð og skáldskap reynir Klængur að ná fram hlykkjóttu sjónarhorni á hversdagslega atburði og athafnir. Þaðan vill hann vekja upp spurningar hjá áhorfendum sem snúa meðal annars að mikilvægi þess að staldra við í hringrás daglegs lífs.
Klængur er fæddur árið 1985 í Reykjavík en býr og starfar í Gautaborg í Svíþjóð. Hann nam myndlist við Listaháskóla Íslands, við ljósmyndadeild Hochschule für Grafik und Buchkunst í Leipzig, Þýskalandi, og stundaði framhaldsnám í Akademin Valand í Gautaborg í Svíþjóð þaðan sem hann útskrifaðist 2019.
Klængur Gunnarsson er 42. listamaðurinn til að sýna í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal sem hóf göngu sína árið 2007.