14. febrúar 2021 - 14:00

Leiðsögn listamanns: ÓraVídd

Leiðsögn listamanns: ÓraVídd
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Við endurtökum leiðsögn Sigurðar Árna um sýninguna ÓraVídd á Kjarvalsstöðum, þar sem færri komust að en vildu á síðustu leiðsögn.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Sigurður Árni Sigurðsson á að baki áhugaverðan listferil og hefur hann útfært verk sín með fjölbreyttum hætti. Hann hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar. Þar kallast á bæði það sem sést með berum augum og einnig það sem við sjáum ekki.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.