11. júní 2017 - 14:00
Leiðsögn með Pétri H. Ármannssyni: Salir Ásmundar
Staður viðburðar:
Ásmundarsafn
Pétur H. Ármannsson arkitekt ræðir við gesti um hús Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu og Sigtún.
Áhuga Ásmundar á húsagerð og listrænni mótun borgarumhverfis má rekja til námsára hans við Sænsku listakademíuna í Stokkhólmi.
Leiðsögnin er haldin í tengslum við sýninguna List fyrir fólkið sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni og er yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Á sýningunni er sjónum beint að öllum ferli listamannsins, allt frá tréskurðarnámi hjá Ríkarði Jónssyni og til síðustu ára listamannsins. Sýnd eru verk unnin í ýmis efni þar á meðal verk höggvin úr tré, steinsteypu og brons.
Aðgöngumiði á safnið gildir.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.