22. mars 2020 - 14:00
Leiðsögn sýningarstjóra - frestað
Staður viðburðar:
Kjarvalsstaðir
LEIÐSÖGNINNI HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA SAMKOMUBANNS
Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Að utan á Kjarvalsstöðum.
Á sýningunni eru verk sem Jóhannes S. Kjarval vann á árunum 1911 til 1928 og eiga það sameiginlegt að vera öll gerð utan landsteina Íslands. Sýnd eru málverk og teikningar sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir og gefa innsýn í mótunarár Kjarvals og áhrifavalda þessa mikilsvirta málara sem þekktastur er fyrir túlkun sína á íslenskri náttúru.
Aðgöngumiði á safnið gildir.
Sýning:
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.