27. maí 2017 - 14:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Ólöf Kristín Sigurðardóttir

Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og sýningarstjóri sýningarinnar List fyrir fólkið, segir frá ferli Ásmundar og verkum hans. 

List fyrir fólkið er yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Sýningunni er ætlað að auka áhuga samtímans á höggmyndum Ásmundar og dýpka þekkingu og skilning á myndlist þessa merka listamanns. Framsetning verkanna á sýningunni er nýstárleg og brýtur upp hefðbundna umgjörð sögulegra höggmynda hér á landi. Ásmundarsafn er einstök bygging og með djarfri framsetningu fá verkin nýtt og kröftugt samhengi. 

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.