21. janúar 2021 - 20:00

Leiðsögn um Erró: Sæborg

Sæborg: Leiðsögn
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Erró: Sæborg í Hafnarhúsi.

Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig HÉR.

Á löngum ferli hefur myndlistarmaðurinn Erró (f. 1932) fengist við fjölbreytt viðfangsefni í málverkum sem skapað hafa honum orðstýr sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. Hann er þekktur fyrir verk þar sem ofgnótt myndheims samtímans er uppspretta hugleiðinga meðal annars um neyslusamfélagið, pólitík og samfélagsleg viðfangsefni hvers tíma.

Tækni og vísindaframfarir urðu Erró snemma innblástur í verk þar sem mætast hið mennska og hið vélræna. Hann skoðaði sérstaklega inngrip tækninnar í mannslíkamann og aðlögun mannslíkamans að vélinni. 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 7. febrúar.

Sýning: 
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.