14. febrúar 2016 - 15:00

Leiðsögn um sýninguna Hugur og heimur

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Ólöf K. Sigurðardóttir sýningarstjóri og Axel Hallkell Jóhannesson hönnuður fjalla um gerð sýningarinnar Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur sem var opnuð á Kjarvalsstöðum á Safnanótt.

Kjarvalsstaðir hafa gengið í endurnýjun lífdaga og þar stendur nú yfir ný og glæsileg sýning á mörgum af helstu verkum Kjarvals. Sýningin er tvískipt og er meginuppistaða hennar sjaldséð verk Kjarvals úr einkasafni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk og Ingibjargar Guðmundsdóttur en safn þeirra er varðveitt í Gerðarsafni. Einnig eru á sýningunni lykilverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögn um svo viðamikla sýningu á verkum eins dáðasta listamanns þjóðarinnar er eitthvað sem enginn listunnandi ætti að láta framhjá sér fara.

Leiðsögnin hefst kl. 15. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.