28. janúar 2016 - 20:00

Listamannaspjall: Sæmundur Þór Helgason

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýningin ÁVÖXTUN % í D-sal Hafnarhússins er hluti af sýningaröð upprennandi listamanna í salnum. Sýning Sæmundar Þórs fjallar um þá tilraun hans að ávaxta þóknun sína í banka í stað þess að nýta hana við gerð sýningarinnar. Listamaðurinn setur drauminn um að lifa á listinni í samhengi við markaðsvæðingu samtímans sem miðar að sem mestum hagnaði með sem minnstri fyrirhöfn.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.