29. janúar 2022 - 10:00 til 17:00

Ný sýning – Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir

Ný sýning – Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Eins langt og augað eygir er fjölbreytt og umfangsmikil yfirlitssýning á verkum myndlistarmannsins Birgis Andréssonar (1955-2007) sem tekur yfir nær alla Kjarvalsstaði.

Birgir var var leiðandi afl í íslenskri myndlist í meira en 30 ár en féll frá langt fyrir aldur fram. Birgir leitaði í brunn íslenskrar menningar, sagna, hefða og handverks þjóðarinnar og dró þar fram þætti sem hann síðan setti fram á sinn einstæða hátt í verkum sem tryggðu honum sess í íslenskri listasögu og aðdáun á alþjóðlegum vettvangi myndlistar.

Sýningin veitir innsýn í áhrifamikinn feril listamannsins og tengir verk hans við innlenda og erlenda samtímalist. Sýnd eru yfiir eitthundrað verk sem koma meðal annars úr safneign Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins og Metropolitan safnsins í New York en einnig frá innlendum og erlendum einkasöfnurum.

Sýningarstjóri er bandaríski listfræðingurinn Robert Hobbs. 

Samtímis sýningunni kemur út bók á ensku um ævistarf Birgis Andréssonar, In Icelandic Colour, en þar verður að finna ritgerð eftir Hobbs með sama nafni.