28. janúar 2021 - 10:00

Ný sýning - D42 Klængur Gunnarsson: Krókótt

Ný sýning - D42 Klængur Gunnarsson: Krókótt
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Klængur Gunnarsson er 42. listamaðurinn til að sýna í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. 

Með samsnúningi af heimildagerð og skáldskap, reynir Klængur að ná fram hlykkjóttu sjónarhorni á hversdagslega atburði og athafnir. Þaðan vill hann vekja upp spurningar hjá áhorfendum sem snúa meðal annars að mikilvægi þess að staldra við í hringrás daglegs lífs.

Klængur er fæddur árið 1985 í Reykjavík en býr og starfar í Gautaborg í Svíþjóð. Hann nam myndlist við Listaháskóla Íslands, við ljósmyndadeild Hochschule für Grafik und Buchkunst í Leipzig – Þýskalandi og stundaði framhaldsnám Akademin Valand í Gautaborg í Svíþjóð þaðan sem hann útskrifaðist 2019. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.