18. maí 2020 - 12:30 til 13:00

Ókeypis hádegisleiðsögn í Hafnarhúsi kl. 12.30

Ókeypis hádegisleiðsögn í Hafnarhúsi
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum 18. maí, verður Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna, með ókeypis leiðsögn í Hafnarhúsi.

Fjórar sýningar eru í húsinu, Sol LeWitt, Erró: Sæborg, Röð og regla og Andreas Brunner: Ekki brotlent enn.

Frítt er inn í söfn Listasafns Reykjavíkur í dag, á alþjóðlega safnadeginum. Vinsamlegast virðið tveggja metra regluna!

Verð viðburðar kr: 
0