3. febrúar 2023 - 19:30
3. febrúar 2023 - 20:30
Örleiðsögn sýningarstjóra um Erró: Skörp skæri
Staður viðburðar:
Hafnarhús
Safnanótt 2023 í Hafnarhúsi!
Becky Forsythe sýningarstjóri sýningarinnar Erró: Skörp skæri verður með örleiðsögn á ensku í Hafnarhúsi kl. 19.30 og 20.30.
Á sýningunni má rekja tryggð Errós við samklippið, sem leið til að skapa önnur listaverk, og sem aðferð til að halda áfram að segja óvæntar sögur. Samklipp hefur verið undirstaða listsköpunar Errós í yfir sextíu ár. Hann hófst snemma handa á því, með Meca-Make-Up myndaröðunum 1959-60, og afraksturinn fram á þennan dag eru yfir 30 000 samklipp.
Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu.
Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá til 23.00.
Sýning:
Verð viðburðar kr:
0