4. febrúar 2024 - 13:00

Regnbogar og skuggar: ljósasmiðja

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Sunnudaginn 4. febrúar kl. 13.00 verður listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur á Kjarvalsstöðum.

Í smiðjunni ætlum að leika okkur með ljós í anda Heklu Daggar Jónsdóttur. Á staðnum verða alls kyns ljósgjafar, myndvarpar, tjöld og litir. Sannkölluð lista- og vísindasmiðja sem hentar börnum frá unga aldri og upp úr.

Umsjón: Ariana Katrín Katrínardóttir

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður.

Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.