Safnanótt 2018: Leiðsagnir, tónleikar, leikir og heimsókn í geymslur
Dagskrá á Kjarvalsstöðum
Kl. 18-22.00 Skemmtilegir fjölskylduleikir tengdir sýningunum Myrkraverk og Líðandin – la durée.
Kl. 18-22.00 Fræðslufulltrúi Listasafns Reykjavíkur segir sýningargestum frá einstökum verkum á sýningum safnsins.
Kl. 18.30-20.00 Gestum boðið að skoða listaverkageymslur í kjallara safnsins – skráning á staðnum, takmarkaður aðgangur.
Kl. 18.30 Spennandi leiðsögn með vasaljósum um sýninguna Myrkraverk – fólk er hvatt til að koma með eigin vasaljós, einnig hægt að fá að láni.
Kl. 19.00 Leiðsögn Aldísar Arnardóttur, sýningarstjóra um sýninguna Líðandin – la durée.
Kl. 19.30 Spennandi leiðsögn með vasaljósum um sýninguna Myrkraverk – fólk er hvatt til að koma með eigin vasaljós, einnig hægt að fá að láni.
Kl. 20.00 Tónleikar með Tríói Reykjavíkur í Vestursal Kjarvalsstaða
Fagrir tónar kallast á við málverk Kjarvals á sýningunni Líðandin – la durée. Hin frábæra söngkona Hallveig Rúnarsdóttir flytur glæsilegar aríur og létta tónlist við undirleik Guðnýjar Guðmundsdóttur og Richards Simms. Einstök upplifun tónlistar og myndlistar í erli Safnanætur.
Kl. 21.00 Leiðsögn um sýninguna Líðandin – la durée – sýningu á verkum Kjarvals, þar sem má sjá fjölda sjaldséðra verka.
Kl. 22.00 Svartmálmshljómsveitin NYIÞ leikur fyrir gesti. Hljómsveitin er skipuð fjórum persónum sem koma fram nafnlausar og óþekkjanlegar í svörtum klæðum.
ÓKEYPIS AÐGANGUR