8. febrúar 2019 - 19:00
Safnanótt: Hreyfanlegir skúlptúrar
Staður viðburðar:
Ásmundarsafn
Nemendur af framhaldsbraut Klassíska listdansskólans hafa verið að kynna sér skúlptúra Ásmundar Sveinssonar og leika sér með hugmyndina líkami/líkamar sem skúlptúr. Ásamt danshöfundinum Ernesto Camilo hafa þau samið lítið dansverk sem hreyfist innan um höggmyndirnar, innblástur er einnig dregin úr sýningunni og leikið með rýmið.
Verð viðburðar kr:
0