3. febrúar 2017 - 21:00 til 21:30
SAFNANÓTT: Ilmur Stefánsdóttir fremur gjörning við undirleik Cyber
Staður viðburðar:
Hafnarhús
Í tilefni opnunar sýningarinnar Panik fremur Ilmur Stefánsdóttir gjörning á hamsturshjóli við undirleik dúettsins Cyber.
Ilmur Stefánsdóttir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000.
CYBER er samvinnuverkefni þeirra Sölku Valsdóttur (Bleach Pistol) og Jóhönnu Rakelar Jónasdóttur (Junior Cheese). Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 sem tilrauna diskó-thrash metal hljómsveit en tók U-beygju þegar meðlimir byrjuðu í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Í dag einkennist CYBER af tilraunakenndri hip-hop tónlist. Auk tveggja stofnenda sveitarinnar eru meðlimirnir Þura Stína (Sura) sem þeytir skífum og rapparanum Þuríði Blævi Jóhannsdóttur (MC Blær).
Sýning:
Verð viðburðar kr:
0
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.