Safnanótt: Kira Kira í Ásmundarsafni
Tónlistarkonan Kira Kira leikur fyrir gesti Ásmundarsafns á Safnanótt.
Kira Kira leikur lifandi hljóðmynd við Skúlptúr og nánd, sýningu Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns. Ekki er um eiginlega tónleika að ræða, heldur eins konar lifandi inngrip í hljómumhverfi safnsins brot úr kvöldi, kyrrláta hugleiðslustemmningu sem miðar að því að færa hlustandann nær sér og líðandi stund.
Kira Kira semur tónlist fyrir sjónvarpsþættina Dream Corp LLC, draumkennda sci-fi seríu sem framleidd er í Los Angeles af aðstandendum The Office og nýlega kvikmyndina Tryggð sem nú er í sýningum í Háskólabíó. Í febrúar kemur tónlistin sem hún samdi í félagi við Hermigervil fyrir kvikmyndina Sumarbörn út á vínyl hjá kalifornísku útgáfunni Time Released Sound og í mars hugleiðsluplata hennar Una sem jer hennar fimmta sólóplata. Kira mun flytja stemmningar af þeirri plötu í Ásmundarsafni.