2. febrúar 2018 - 21:30

Safnanótt: Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Í hlutarins eðli

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur og sýningarstjóri sýningarinnar Í hlutarins eðli - skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0], verður með leiðsögn um sýninguna á Safnanótt kl. 21.30. 

Sýningin er samsýning á verkum fjórtán listamanna og er hluti nokkurs konar skissuvinnu Listasafns Reykjavíkur að íslenskri samtímalistasögu. Hugmyndin er að safnið haldi áfram að velja verk úr safneigninni og setja í samhengi tilraunar til að skrifa listasöguna jafnóðum.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Verð viðburðar kr: 
0