26. janúar 2024 - 20:00

Sýningaropnun: D-vítamín

Verið velkomin á sýningaropnun föstudaginn 26. janúar kl. 20.00 í Hafnarhúsi.

Á sýningunni D-vítamín kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Nýverið var þar haldin 50. sýningin og ákveðið að bregða aðeins út af vananum af því tilefni. Nú teygir verkefnið sig út fyrir veggi D-salar og öll efri hæð Hafnarhúss er undirlögð af aukaskammti skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis.

Opnunardagskrá:

  • Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson,  opnar sýninguna
  • Gjörningar listamanna
  • DJ Hermigervill þeytir skífum fram á kvöld

Listamenn:

Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keyes, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury & Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir, Þórður Hans Baldursson.

Sýningarstjórar: Aldís Snorradóttir, Becky Forsythe, Björk Hrafnsdóttir, Þorsteinn Freyr Fjölnisson.

Frítt er inn á opnun og öll hjartanlega velkomin!

 

 

Sýning: 
Verð viðburðar kr: 
0
Verð fyrir öryrkja og aldraða: 
0