6. febrúar 2020 - 20:00

Sýningaropnun – Erró: Sæborg

Sýningaropnun – Erró: Sæborg
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Á löngum ferli hefur myndlistarmaðurinn Erró (f. 1932) fengist við fjölbreytt viðfangsefni í málverkum sem skapað hafa honum orðstýr sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. Hann er þekktur fyrir verk þar sem ofgnótt myndheims samtímans er uppspretta hugleiðinga meðal annars um neyslusamfélagið, pólitík og samfélagsleg viðfangsefni hvers tíma.

Tækni og vísindaframfarir urðu honum snemma innblástur í verk þar sem mætast hið mennska og hið vélræna. Hann skoðaði sérstaklega inngrip tækninnar í mannslíkamann og aðlögun mannslíkamans að vélinni. Verkin vekja upp spurningar um mörk mannslíkamans og tækninnar. Eru þessi mörk kannski alls ekki til staðar þegar tilvera mannsins er bundin tækni og sjálfsmyndin er klippt saman við tækni af ýmsu tagi, rafræna tilveru á samfélagsmiðlum, lyf búin til í tilraunastofum, snjalltæki sett saman í verksmiðjum, rekjanlega slóð örgjörva í greiðslukortum? Manneskja samtímans er sæborg, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. 

Sýningarstjóri: Úlfhildur Dagsdóttir

Sýning: