2. febrúar 2024 - 18:00
2. febrúar 2024 - 18:30
2. febrúar 2024 - 19:00

Valdatafl: Örleiðsögn með Baldri Þórhallssyni

Staður viðburðar: 
Hafnarhús
Á Safnanótt verður Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, með örleiðsagnir um sýninguna Valdatafl – Erró: Skrásetjari samtímans.
Örleiðsagnirnar eru stutt og skemmtileg innsýn í samhengi verkanna og pólistískan samtíma þeirra.
Þær verða kl. 18.00, 18.30 og 19.00.
Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 2. febrúar en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá til 23.00.
Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu frá 17.00 – 23.00.
Verð viðburðar kr: 
0