Verk Errós

Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2.000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum. Auk listaverkanna gaf Erró borginni umfangsmikið safn einkabréfa og annarra gagna sem snerta listferil hans. Þessar ríkulegu heimildir hafa mikið gildi fyrir allar rannsóknir sem snerta listamanninn Erró og samtíma hans. Safnið hefur vaxið jafnt og þétt síðustu árin því að Erró hefur haldið áfram að bæta við gjöfina og keypt hafa verið verk í safnið sem telur nú um 4.000 listaverk.

Á safneignarsíðu Listasafns Reykjavíkur er hægt að skoða ljósmyndir af verkum Errós í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Til baka