Veldu ár
Færeysk samtímalist
Samstarf norrænu þjóðanna hefur lengi verið einn af hornsteinum samskipta Íslendinga við nágranna sina, og á sama hátt hafa samskipti listasafna i þessum löndum átt mikinn þátt í að efla kynningu á erlendri myndlist hér á landi. Kynning á íslenskri myndlist á Norðurlöndunum hefur og verið mikil, bæði með samstarfi safna og fyrir tilstilli samtaka listafólks, sem hefur verið öflugur vettvangur norrænnar samvinnu. Samband íslensku þjóðarinnar við nánustu ættingja sína og næstu nágranna f Færeyjum hefur löngum verið gott. Og þar er myndlistin ekki undanskilin. Íslenskt listafólk hefur sýnt verk sín þar og Færeyskir listamenn hafa einnig haldið sýningar hér á landi. Samstarf listasafnanna hefur einnig verið náið, og sýningar farið á milli á þeirra vegum; sú sýning sem hér er kynnt til sögunnar er gott dæmi um afraksturinn af góðum tengslum milli Listasafns Færeyja, Listasafns Reykjavíkur og Listasafnsins á Akureyri. Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast því sem er efst a baugi i listalífi Færeyja nú um stundir, Verður sýningin fyrst haldin á Kjarvalsstöðum í Reykjavík, en ferðast síðan norður yfir heiðar og verður sett upp í Listasafninu á Akureyri. Við undirbúning þessarar framkvæmdar lögðu margir hönd a plóginn og viljum við sérstaklega þakka samverkafólki okkar i sýningarnefndinni og öllu starfsfólki Listasafns Færeyja fyrir þeirra framlag, með von um að sýningin hljóti verðugar viðtökur hjá íslenskum listunnendum.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.