Veldu ár
Hugleikir og fingraflakk - Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur
Á sýningunni er að finna yfirlit yfir það drjúga lífsverk sem Ragnheiður Jónsdóttir (f. 1933) hefur skilað á sínum rúmlega fjörutíu ára ferli. Hún var meðal frumherja í flokki þeirra sem settu grafíklistina í öndvegi í íslensku myndlistarumhverfi á 8. og 9. áratug síðustu aldar.
Ýmsar túlkanir Ragnheiðar á hversdagsleikanum urðu að táknmyndum samtímans, einkum á sviði kvennabaráttunnar og þeirrar umræðu um sjálfsvitund einstaklingsins, sem varð áberandi í umræðu vestrænna þjóða á þessum tíma. Um hlutverk myndlistar hefur listakonan sagt: „Að fá áhorfandann til að hugsa – taka afstöðu – vekja reiði hans – gleði – andstyggð o.s.frv. Í stuttu máli: Að rumska við áhorfandanum.“
Um 1990 tók Ragnheiður að nýta sér teikninguna í listsköpun sinni, þar sem frjálslegt línuspil á stórum myndflötum skapar fjölbreytt mynstur og flæði. Frá þeim tíma hefur teikningin verið kjarninn í verkum Ragnheiðar en hún hefur alla tíð unnið ötullega að list sinni.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.