Veldu ár
Af trönum meistarans - Jóhannes S. Kjarval
Það er ótvírætt eitt helsta hlutverk og skylda Listasafns Reykjavíkur og Kjarvalssafns að gefa landsmönnum og öllu áhugafólki um myndlist sem best tækifæri til að öðlast góða yfirsýn yfir allt ævistarf Jóhannesar S. Kjarvals, þessa sérstæða listamanns sem hefur verið þjóðinni svo hugleikinn alla þessa öld. Undanfarin ár hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt markvisst með ákveðinni röð sýninga. Þetta ferli hófst með sýningunni "Jóhannes S. Kjarval - Mótunarár 1895-1930", sem haldin var haustið 1995, og var fram haldið árið 1997 með sýningunni "Kjarval - Lifandi land 1931-1945". Núna er komið að lokaþættinum í þessum þríleik og birtist hann hér í sýningunni "Jóhannes S. Kjarval - Af trönum meistarans 1946-1972".
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.