Veldu ár
Ásdís Sif Gunnarsdóttir: Skipbrot úr framtíðinni / sjónvarp úr fortíðinni
Ásdís Sif vinnur með performance í vídeóverkum sínum sem fara fram með mismunandi hætti á ólíkum stöðum og mismunandi tímum. Verkið Skipbrot úr framtíðinni/sjónvarp úr fortíðinni er stór vídeóinnsetning sem byggir á eldra verki eftir Ásdísi frá sýningunni Pakkhús postulanna (2006) í Hafnarhúsinu. Um er að ræða fjölda vídeóverka þar sem frásögnin er með öllu óhefðbundin og birtist sem röð flöktandi augnablika. Ásdís Sif kannar möguleika vídeómiðilsins á að búa til hrynjanda og flæði af lifandi myndum óháð tíma og án beinnar tilvísunar til efnislegra hluta. Titill verksins vísar í skörun tímans, fortíðar og framtíðar en sameinast í núinu. Töfrandi persónur birtast á dularfullum stöðum eins og löngu gleymd minningarbrot sem ómögulegt er að staðsetja hvar eiga upphaf sitt og enda.
Ásdís Sif (f. 1976) lærði vídeó- og gjörningalist í New York og Los Angeles. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands og erlendis ásamt því að vinna vídeóverk gegnum netið. Hún gaf á þessu ári út ljóða/vídeóplötuna Enter the Enlightenment, become real. Hún sýndi valin vídeóverk í CentrePompidou-safninu í París 2013 ásamt því að lesa upp ljóð og taka upp myndbönd á sviði.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.