Veldu ár
Barnamenningarhátíð: Listrænt ákall til náttúrunnar
LÁN, Listrænt ákall til náttúrunnar: Samsýning 15 leik- og grunnskóla í Reykjavík
Sýningin er afrakstur samstarfs barna við listamenn, vísindafólk og kennara í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík. Sýningin fer fram í porti og fjölnotasal Hafnarhússins og í fundarherbergi Kjarvalsstaða. Frítt er inn á sýninguna fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Afraksturinn er niðurstaða þróunarverkefnis LÁN, sem er liður í innleiðingu nýrrar menntastefnu í Reykjavík Látum draumana rætast, og byggir á þverfaglegri nálgun þar sem nemendur fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina. Verkefninu er meðal annars ætlað að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Meðal markmiða verkefnisins er að styrkja sjálfsmynd nemenda, gagnrýna hugsun og trú þeirra á eigin getu, ýta undir nýsköpun og stuðla að skapandi kennsluháttum. Unnin hafa verið fjölbreytt verkefni, m.a. verkefni um mikilvægi skordýra, rannsóknir á býflugum og dýrum í útrýmingahættu, áhrif hlýnunar sjávar, bráðnun jökla, fataiðnaðurinn - ógnir og tækifæri, nýtt land verður til, náttúrustemningar í anda Kjarvals, samband manns og náttúru, veður, plast - afleiðingar ofnotkunar á einnota plasti, veðurbrigði íslenskrar náttúru, Kjarval og ævintýri í náttúrunni.
FImmtán skólar taka þátt í sýningunni: Álftamýraskóli, Engjaskóli, Fellaskóli, Foldaskóli, Hagaskóli, Húsaskóli, Landakotsskóli, Laugalækjaskóli, Laugarnesskóli, Melaskóli, Seljaskóli, Sæborg, Vesturbæjarskóli, Vogaskóli og Ægisborg.
Þeir listamenn sem unnið hafa í tengslum við verkin á sýningunni eru: Agnes Hansdóttir, Alda Rose Cartright, Alexía Rós Gylfadóttir, Anna Jóa, Anna Líndal, Ari Hlynur Yates, Ásrún Ágústsdóttir, Ásthildur Jónsdóttir, Björk Guðnadóttir, Brynja Emilsdóttir, Dagný Sif Einarsdóttir, Elsa Nore, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Guðrún Lárusdóttir, Gunndís Ýr Finnbogasdóttir, Halla Birgisdóttir, Halla Dögg Önnudóttir, Halldóra Gestsdóttir, Hanna Gréta Pálsdóttir, Hrafnhildur Úlfarsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Jelena Bjeletic, Jóhann Kristófer Stefánsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristín Bogadóttir, Louise Harris, Magnús Valur Pálsson, Margrét Blöndal, María Sjöfn Dupius Davíðsdóttir, Perla Hafþórsdóttir, Ragnhildur Katla Jónsdóttir, Rakel Andrésdóttir, Sesselja Tómasdóttir, Soffía Guðrún Jóhannsdóttir, Sædís Harpa Stefánsdóttir, Unnur Björnsdóttir, Ýr Jóhannsdóttir, Þorgerður Ólafsdóttir, Þórdís Erla Zoëga, Þórey Hannesdóttir og Þórunn Birgisdóttir.
Verkefnið var tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2020.
Verkefnastjóri LÁN og sýningarstjóri sýningarinnar er Dr. Ásthildur Jónsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður og myndlistarmaður sem hefur sérhæft sig í möguleikum samtímalistar í menntun til sjálfbærni.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.