Veldu ár
D47 Logi Leó Gunnarsson: Allt til þessa höfum við ekki skilið það dularmál sem berst frá þessum hljóðgjöfum
Logi Leó Gunnarsson er 47. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal.
Logi Leó vinnur með hljóð, skúlptúra og vídeó í óvæntum samsetningum og innsetningum sem gjarnan yfirtaka sýningarrýmið á kankvísan hátt. Logi notast við hversdagslegan efnivið í bland við tónlist, upptöku og hljóðbúnað og fær þannig áhorfendur til að horfa og hlusta á kunnuglega hluti á nýjan hátt.
Logi Leó Gunnarsson (f.1990) býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist með BA gráðu í Myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og hafa verk hans meðal annars verið sýnd í Grikklandi, Noregi, Sviss og Rússlandi. Logi Leó tók þátt í sýningu Listasafns Reykjavíkur Abrakadabra 2021.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.