Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
06.02.2020
07.02.2021

Erró: Sæborg

Á löngum ferli hefur myndlistarmaðurinn Erró (f. 1932) fengist við fjölbreytt viðfangsefni í málverkum sem skapað hafa honum orðstýr sem einn af leiðandi popplistamönnum Evrópu. Hann er þekktur fyrir verk þar sem ofgnótt myndheims samtímans er uppspretta hugleiðinga meðal annars um neyslusamfélagið, pólitík og samfélagsleg viðfangsefni hvers tíma.
 
Tækni og vísindaframfarir urðu honum snemma innblástur í verk þar sem mætast hið mennska og hið vélræna. Hann skoðaði sérstaklega inngrip tækninnar í mannslíkamann og aðlögun mannslíkamans að vélinni. Verkin vekja upp spurningar um mörk mannslíkamans og tækninnar. Eru þessi mörk kannski alls ekki til staðar þegar tilvera mannsins er bundin tækni og sjálfsmyndin er klippt saman við tækni af ýmsu tagi, rafræna tilveru á samfélagsmiðlum, lyf búin til í tilraunastofum, snjalltæki sett saman í verksmiðjum, rekjanlega slóð örgjörva í greiðslukortum? Manneskja samtímans er sæborg, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. 

Á sýningunni Sæborg eru verk sem endurspegla þessar hugleiðingar. Orðið sæborg er hljóðþýðing á enska orðinu cyborg. Það er tilbúið orð, klippt saman úr ensku orðunum ‚cybernetics‘ og ‚organism‘. Orðasambandið ‚cybernetic organism‘ þótti óþjált þegar verið var að smíða hugmynd um nýja tegund geimfara árið 1960, svo það var stytt, klippt sundur og saman í eitt orð, ‚cyb-org‘. Á sama tíma og vísindamenn voru að þróa tæknina á bakvið sæborgina var Erró að vinna myndlistarverk um tengsl véla og fólks, iðulega með því að klippa saman myndir af fólki – oft konum – og vélum af ýmsu tagi.

Klippimyndaformið hentar sæborginni sérlega vel því tilvera hennar byggist á samsetningum og ofgnótt. Sæborgin er alltaf klippt saman á einhvern hátt, af-mynduð og samsett úr ýmsum fyrirmyndum í listum og leikföngum. Þó hún sé þegar hér, þá er hún enn að verða til og breytist stöðugt. Mörg stykkjanna eru fyrir hendi, en það er alltaf verið að raða þeim saman á nýjan hátt – og svo bætast ný stykki stöðugt í hópinn.
 
Erró er listamaður samklippsins. Samsetningar eru einkenni verka hans og klippimyndir sá efniviður sem hann vinnur úr. Samklippin tefla saman ólíkum og líkum hlutum og raðast iðulega saman í ofhlæði sem er annað einkenni sæborgarinnar – hún er alltaf eitthvað umfram, viðbót, afmyndun, inngrip og umbreyting. Samklipp sæborgarinnar sýnir okkur hið kunnuglega í nýju ljósi og gerir það ókennilegt, þar til við venjumst því – eða ekki.

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Úlfhildur Dagsdóttir
Boðskort: 
Sýningarskrá: 
Myndir frá opnun: 
Myndbönd

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Fimmtudagurinn langi í september
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir
24. september 2020 - 17:00 til 22:00
Hafnarhús
21. nóvember 2020 - 13:00
Frítt inn milli 17-22 á Gilbert & George og Erró
Hafnarhús
26. nóvember 2020 - 17:00 til 22:00
Opið í dag
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir
22. desember 2020 - 10:00 til 17:00
Opið í dag
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir
23. desember 2020 - 10:00 til 17:00
Opið 2. í jólum
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir
26. desember 2020 - 13:00 til 17:00