Veldu ár
Helgi Gíslason - Lágmyndir
Haustdagskrá Kjarvalsstaða hefst með nýrri sýningaröð í vesturforsal Kjarvalsstaða þar sem áherslan er lögð á þrívíð verk. Helgi Gíslason er fyrstur til að sýna verk sín í sýningaröðinni en hann er vel kunnur fyrir brons- og gifsmyndir sínar sem hafa verið sýndar víða hér á landi og erlendis. Á sýningu Kjarvalsstaða sýnir listamaðurinn nýjar lágmyndir sem er miðill sem Helgi sér sem „einstigi milli tvívíddar og þrívíddar”.
Helgi Gíslason fæddist 1947 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1965-70 og síðan við Valand listaháskólann í Gautaborg 1971-76. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, þar á meðal þrjár á Kjarvalsstöðum, og tekið þátt í samsýningum á norðurlöndunum og víðsvegar í Þýskalandi. Þá má sjá stór bronsverk hans í almenningsrýmum borgarinnar, meðal annars í Fossvogskirkju og Seðlabanka Íslands.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.