Veldu ár
Jór! Hestar í íslenskri myndlist
Frá landnámi hefur hesturinn verið þátttakandi í lífi íslensku þjóðarinnar, og hin eiginlega undirstaða þjóðríkisins. Með þjóðinni barðist hesturinn þegar kjör hennar voru verst, og naut síðan ávaxtanna af vaxandi hagsæld hennar á 20. öld; varð þá sá hagaljómi og keppnishestur sem við þekkjum í dag.
Sýningin er tilraun til skrásetningar á hlutverki hestsins í íslensku þjóðlífi frá seinni hluta 19. aldar og til dagsins í dag, gegnum málaralist, höggmyndalist og nýmiðla. Öðrum þræði er sýningin eins konar endurspeglun íslenskrar myndlistarsögu, eins og hún birtist í myndverkum sem tengjast hestum. Tengingin er bæði bein og óbein; hestar eru bakgrunnur landslagsmálverkanna á öndverðri 20. öld, öðlast síðan táknræna merkingu og birtist loks í nýjum hlutverkum í hugmyndalist og samtímalist.
Sýningunni er skipt í þrjú stef, Þarfasta þjóninn, þar sem raunsæjar hestamyndir eru þungamiðjan, Holdgaður stormur, þar sem hesturinn er sýndur sem myndgervingur náttúrunnar og loks Hestar með vængi,sem er eins konar hylling skáldafáksins í íslenskri myndlist.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.