Veldu ár
Katrín Sigurðardóttir: Horft inní hvítan kassa – skúlptúrar og módel
Katrín Sigurðardóttir (1967) hefur haslað sér völl sem ein áhugaverðasta listakona Íslendinga. Í skúlptúrum sínum og innsetningum hefur hún rannsakað hvernig skynjun okkar er háð rýmislegri upplifun. Með óvæntum breytingum á hlutföllum, þar sem byggingalist, korta- og módelgerð mætast, hafa innsetningar hennar knúið áhorfendur til að skoða veröldina í kringum sig frá nýju sjónarhorni.
Á sýningunni Horft inní hvítan kassa eru skúlptúrar sem safnið hefur nýlega eignast eftir Katrínu, meðal annars Boiserie, af sýningu Katrínar í Metropolitan safninu í New York árið 2010. Einnig eru á sýningunni vinnulíkön af nokkrum af helstu hennar verkum hennar. Hér gefst einstakt tækifæri til að kynnast starfi listakonu sem á síðustu árum hefur átt verk á fjölmörgum virtum sýningarstöðum víða um heim.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.