Veldu ár
Klippimynda- samkeppni Errós
Að frumkvæði Errós efndi Listasafn Reykjavíkur til samkeppni um gerð klippimynda í tengslum við sýninguna Erró – klippimyndir. Þátttakendum var skipt upp í tvo flokka; nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla og íslenskan almenning 14 ára og eldri.
Markmið keppninnar var að auka skilning, þekkingu og áhuga almennings og nemenda á samklippi (collage) sem listformi. Samkeppnin fólst í því að búa til klippimynd úr fundnu prentuðu efni svo sem dagblöðum, tímaritum, bókum eða öðru útgefnu og tvívíðu efni.
Um 130 verk bárust í flokki fyrir almenning og 92 í flokki grunnskólanema. Dómnefnd valdi þrjátíu verk úr hvorum flokki til sýningar og verðlaun voru veitt fyrir bestu klippimyndina í hvorum flokki.
Laugardaginn 13. nóvember voru úrslitin í klippimyndasamkeppni Errós gerð kunn í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Verðlaunahafar eru: í flokki almennings 14. ára og eldri Arnaldur Grétarsson og í flokki grunnskólabarna í 7 og 8. bekk Lilja Sóley Hermannsdóttir úr 8b í Engjaskóla.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.