Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
18.09.2010
28.08.2011

Klippimynda- samkeppni Errós

Að frumkvæði Errós efndi Listasafn Reykjavíkur til samkeppni um gerð klippimynda í tengslum við sýninguna Erró – klippimyndir.  Þátttakendum var skipt upp í tvo flokka; nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla og íslenskan almenning 14 ára og eldri.

Markmið keppninnar var að auka skilning, þekkingu og áhuga almennings og nemenda á samklippi (collage) sem listformi. Samkeppnin fólst í því að búa til klippimynd úr fundnu prentuðu efni svo sem dagblöðum, tímaritum, bókum eða öðru útgefnu og tvívíðu efni.

Um 130 verk bárust í flokki fyrir almenning og 92 í flokki grunnskólanema.  Dómnefnd valdi þrjátíu verk úr hvorum flokki til sýningar og verðlaun voru veitt fyrir bestu klippimyndina í hvorum flokki.

Laugardaginn 13. nóvember voru úrslitin í klippimyndasamkeppni Errós gerð kunn í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Verðlaunahafar eru: í flokki almennings 14. ára og eldri Arnaldur Grétarsson og í flokki grunnskólabarna í 7 og 8. bekk Lilja Sóley Hermannsdóttir úr 8b í Engjaskóla. 

 

Listamaður/-menn: 
Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Pétur Thomsen
Sýningarstjóri/-ar: 
Danielle Kvaran
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 25737764.pdf (918.2 KB)
PDF icon 24756430.pdf (478.87 KB)
Aðrar myndir af sýningu: 
Viðburðir tengdir sýningu: 
Erró - Klippimyndir Sunnudaginn 14. nóvember verður leiðsögn um sýninguna Erró - Klippimyndir og úrval þeirra verka sem valin voru til sýningar úr klippimyndasamkeppninni. Á sýningunni eru til sýnis 130 klippimyndir sem Erró hefur gefið safninu frá árinu 1989, en safnið á alls 472 klippimyndir eftir listamanninn.

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.