Veldu ár
Larry Bell
Á sýningunni er glerrými, verk eftir Larry Bell. Árið 1996 var haldin sýning í The Jewish Museum í New York sem bar yfirskriftina Primary Structures. Þar kom fram hópur listamanna og sýndi óhlutlæg myndverk þar sem lögð var áhersla á að einfalda formgerðina í frumþætti sína. Þessi myndlist fékk snemma heitið ABC-list eða mínimalismi og hefur sú nafngift fest við þennan óformlega listhóp. Þeir listamenn sem mörkuðu stefnuna voru þeir Carl André, Donald Judd, Robert Morris, Dan Flavin og Larry Bell. Larry er fæddur árið 1939 og hefur haldið fjölda einkasýninga á árunum 1992-97 og samsýninga 1992-96.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.