Veldu ár
Mállausir kjarnar
Í Hafnarhúsinu sýnir Sigurður um 20 ný ljósmyndaverk sem hann hefur ekki sýnt áður en þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur notað ljósmyndina sem miðil síðan 1980. Um er að ræða stórar ljósmyndir af fólki teknar á filmu með tæknimyndavél. Ljósmyndirnar eru festar á álplötur, innrammaðar og sýndar undir gleri. Ljósmyndunum hefur ekki verið breytt eftir á með stafrænni tækni og lýsa því þeirri sýn sem blasti við Sigurði, en stærð þeirra er slík að áhorfandinn tengist þeim á annan hátt en hefðbundnum ljósmyndum. Hann stendur frammi fyrir þeim á sama hátt og frammi fyrir málverkum eða höggmyndum.
Sigurður Guðmundsson hóf listrænan feril sinn á sjöunda áratugnum. Hann er meðal kunnustu listamanna Íslands á alþjóðlegum vettvangi og hefur dvalið og starfað jöfnum höndum í Hollandi, Íslandi, Svíþjóð og á síðustu árum í Xiamen og Peking í Kína. Verk hans hafa verið sýnd í flestum stórborgum Evrópu og víða er að finna stórar höggmyndir eftir hann í opnu rými á Norðurlöndum og Mið-Evrópu.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.