Veldu ár
Myndir á sýningu. Verk úr safneign.
Úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Þessi sýning er fyrsta stefnumót verka úr almennri listaverkaeign Listasafns Reykjavíkur og hins nýja húsnæðis safnsins í Hafnarhúsinu. Við gerð hennar var haft að leiðarljósi að bæði verkin og sýningarrýmið fengju að njóta sín og marka upphaf sambands sem á eftir að standa um alla framtíð.
Sýningin er á tveimur hæðum í þremur sölum. Efri salirnir eru hvítmálaðir, hlutlausir og fágaðir líkt og lokaður heimur. Neðri salurinn er öllu hrárri; það er grá steinsteypan látin halda sér í lofti og á súlum og hægt er að horfa út á ys og skarkala götunnar.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.