Veldu ár
Myndlistin þeirra: Víkurskóli
Á sýningunni Myndlistin okkar er kubbur þar sem settar er upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra.
Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur eftir eigin höfði. Með þessari sýningu er komið að síðustu smásýningunni og er sýningarstjórnin í höndum nemenda úr Víkurskóla.
Víkurskóli hefur um árabil sótt safnið heim og nemendur og kennarar komið á fjölmargar sýningar í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni.
Nemendahópur úr Víkurskóla hefur frá því í haust unnið ötullega að sýningunni og í leiðinni kynnst starfsemi safnsins með því að koma í heimsókn og kynna sér starfsemina frá mörgum sjónarhornum. Það er forvitnilegt að sjá hvaða verk þau hafa valið inn á sýninguna.
Gestasýningarstjórar í heild sinni eru Klambrar bistro, Bræðurnir Baldursson, Hlutverkasetur, Íslenski dansflokkurinn og nemendur í Víkurskóla.
Smásýningarnar standa aðeins rúma viku í senn og hafa dreifst yfir sýningartímabilið.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.