15. október 2023 - 15:00
22. október 2023 - 15:00

Leiðsögn: Víkurskóli

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Nemendur úr 10. bekk Víkurskóla  munu eiga samtal um sýninguna Myndlistin þeirra sunnudagana 15. og 22. október kl. 15.00.

Sýningin Myndlistin okkar var opnuð á Kjarvalsstöðum á Menningarnótt. Inni í sýningarsalnum er kubbur þar sem settar eru upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra.

Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk eftir eigin höfði. Gestasýningarstjórar í Kubbnum að þessu sinni eru nemendur úr 10. bekk Víkurskóla.

Víkurskóli hefur verið í virkum samskiptum við Listasafn Reykjavíkur. Skólinn heimsækir safnið reglulega og nemendur unnu sérstakar sýningar í tengslum við Abrakadabra sýninguna í Hafnarhúsi haustið 2021.

Nemendurnir létu setningar eins og „Enginn er eins“, „Muna að horfa á björtu hliðarnar“ og „Þú ert listaverk“ leiða val sitt á verkum úr safneigninni.

Frítt fyrir yngri en 18 ára.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.