Veldu ár
A posteriori: Hús, höggmynd
Á sýningunni A posteriori sem er latneskur frasi frá fyrri hluta 17. aldar og þýðir ,,af því sem á eftir kemur“ eru valin listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús. Alls eiga átta listamenn verk á sýningunni sem þeir hafa gert ýmist út frá raunverulegri eða ímyndaðri byggingarlist sem endurspegla liðna tíð. Sjálft Ásmundarsafn er hluti af sýningunni bæði sem hús og höggmynd. Ásmundur byggði húsið á sama tíma og hann vann margar af þeim höggmyndum sem nú standa í garðinum. Þá verða sett upp minni útgáfur af höggmyndunum í garðinum en þau spila bæði saman við verkin fyrir utan húsið og við verk annarra listamanna á sýningunni.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.