Veldu ár
Ráðhildur Ingadóttir: Svefnljós
Svefnljós er heiti á innsetningu Ráðhildar Ingadóttur, sem stendur saman af hvolfi kúlunnar í Ásmundarsafni, hljóðmyndun rýmisins, tölvu, handspegli, ljósvarpa og skugga.
Ráðhildur Ingadóttir, f .1959, lærði í Emerson College í Sussex og St Albans College of Art and Design, Bretlandi, frá 1981 – 86. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga heima og erlendis. Ráðhildur vinnur með ýmsa miðla s.s. texta, teikningar, vegg-teikningar, málverk, skúlptúr, vídeó og innsetningar. Hún býr og starfar jöfnum höndum á Íslandi og í Danmörku.
Svefnljós er heiti á innsetningu Ráðhildar Ingadóttur, sem sett er saman úr hvolfi Ásmundarsafns, hljóði rýmisins, tölvu, handspegli, ljósvarpa og skugga.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.