Veldu ár

2024 (9)
2023 (22)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
30.01.2021
09.05.2021

Ragnar Axelsson: Þar sem heimurinn bráðnar

Í meira en 40 ár hefur Ragnar Axelsson myndað fólk, dýr og landslag afskekktustu svæða norðurslóða, þar með talið hér á landi, í Síberíu og á Grænlandi. Hann vinnur nú að því að stækka þetta svæði og ferðast mjög víða í leit sinni að myndefni. Í ljósmyndaverkum sínum og ljósmyndabókum endurspeglar hann óvenjuleg tengsl íbúa norðurslóða við öfgakennt umhverfi sitt – tengsl sem eru nú stöðugt að breytast vegna breytinga á loftslagi. Ragnar skrásetur hvernig þessar breytingar hafa áhrif á líf fólks og dýra og hvaða ógn býr að baki hlýnun jarðar.

Ragnar Axelsson – RAX (f. 1958) fór strax að taka ljósmyndir á unga aldri. Hann lærði ljósmyndun hjá Ingibjörgu Kaldal og varð fastráðinn ljósmyndari hjá Morgunblaðinu aðeins 18 ára að aldri. Með tímanum þróaði hann myndmál sitt sem heimilda- og landslagsljósmyndari og um miðjan níunda áratug síðustu aldar tók hann að vinna að skrásetningarverkefni sem seinna myndaði uppistöðuna í bókum hans um norðurslóðir: Andlit norðursins (2004/2016), Veiðimenn norðursins (2010), Fjallaland (2013) og Hetjur norðurslóða (2020).

Ljósmyndir hans tóku einnig að birtast í alþjóðlegum prentmiðlum, svo sem LIFE, Time, GEO, El País, Newsweek, Stern, Polka og ótal fagtímaritum. Frá aldamótum má heita að ljósmyndir hans séu stöðugt sýndar einhvers staðar í heiminum og stórar sýningar á myndum hans hafa ferðast um Evrópu á undanförnum árum. Ragnar hefur hlotið margháttaðan heiður fyrir verk sín, svo sem fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins, ýmis verðlaun Blaðamannafélags Íslands, útflutningsverðlaun Íslandsstofu, Oscar Barnack verðlaun myndavélaframleiðandans Leica og fleiri viðurkenningar.

 

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Einar Geir Ingvarsson
Boðskort: 
Myndir frá opnun: 
Myndbönd

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Fimmtudagurinn langi
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir
29. apríl 2021 - 17:00 til 22:00