Veldu ár
Studio Granda - Í hlutarins eðli
Byggingarlist er ein af höfuðgreinum sjónlista, nátengd höggmyndalist, myndlist og leiklist. Byggingarlist hefur vart náð að festa sig í sessi hér á landi sem þáttur í almennri menningarvitund og efling hennar hefur ekki fram að þessu verið hluti af opinberri menningarstefnu. Rúmt ár er liðið síðan sérstök byggingarlistadeild hóf starfsemi sína í tengslum við Listasafn Reykjavíkur.
Í tengslum við starfsemi byggingarlistardeildar hefur verið tekin upp sú nýbreytni innan Listasafns Reykjavíkur að bjóða íslenskum arkitektum og hönnuðum að sýna verk sín í sýningarrými Kjarvalsstaða, á hliðstæðum forsendum og myndlistarmönnum. "Í hlutarins eðli" er sýning á ljósmyndum, líkönum og uppdráttum af byggingum og tillöguverkefnum eftir Studio Granda. Þessi hópur arkitekta var stofnaður árið 1987 af þeim Margréti Harðardóttur og Steve Christer, en það sama ár hlutu þau 1. verðlaun í opinni hönnunarsamkeppni um Ráðhús Reykjavíkur.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.