Veldu ár
Þögn
Þögn hefur margskonar merkingu í samfélagi okkar. Í umræðu merkir hún hlutleysi eða afstöðuleysi og í daglegum samskiptum kann hún að merkja áhugaleysi og jafnvel lævísa stjórnsemi. Slík þögn er þó eingöngu á yfirborðinu því að eðli þagnar er merkingarlaus. Þögn er innvortis ástand, þegar manneskjan er nóg í sjálfri sér og hefur engar væntingar til hins ytra. Í þögninni er ekkert en hún er samt ekki tóm. Þögnin er full af engu.
Fyrir sýninguna „Þögn" hafa fjórir annálaðir myndlistarmenn, þau Finnbogi Pétursson, Finnur Arnar Arnarson, Haraldur Jónsson og Harpa Árnadóttir gefið sig á vald þagnar og unnið listaverk þess efnis. Öll hafa þau ólíka nálgun til viðfangsefnisins, en markmiðið er sameiginlegt. Að skapa vettvang þar sem þögn ríkir.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.