Veldu ár
Tomi Ungerer - Teikningar og veggspjöld
Tomi Ungerer er margverðlaunaður teiknari og rithöfundur sem hefur gefið út yfir 140 bækur, allt frá eftirsóttum barnabókum til umdeildra fullorðinsbókmennta. Hann er kunnur fyrir beitta samfélagslega kaldhæðni en verk hans hafa einnig beinst gegn félagslegum - og stjórnmálalegum breytingum sem urðu í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar.
Tomi Ungerer fyllir áttugasta aldursárið á þessu ári en sýningin í Hafnarhúsinu sýnir brot af teikningum hans, sem eru annars vegar ætlðar börnum og hins vegar fullorðnum. Sýningin kemur frá Tomi Ungerer Museum í Strasbourg, Frakklandi, en sýningarstjóri er Thérèse Willer, forstöðumaður safnsins. Fjölmargir viðburðir verða skipulagðir í kringum sýninguna.
Sýningin er unnin í samstarfi við Alliance Française, Franska sendiráðið, Þýska sendiráðið, Goethe Institut í Kaupmannahöfn og Tomi Ungerer Museum í Strasbourg. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2011. Sýningin er styrkt af Menningarsjóði Frakklands og Þýskalands.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.