Fimmtudagurinn langi – ókeypis aðgangur frá kl. 17-22.00
Fimmtudagurinn langi – síðasti fimmtudagur mánaðarins er fimmtudagurinn langi!
Kjarvalsstaðir
Kl. 20.00: Leiðsögn listamanns: Sigurður Árni Sigurðsson
Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR
Sýningar: Óravídd: Sigurður Árni Sigurðsson og Jóhannes S. Kjarval: Hér heima
Hafnarhús
Kl. 20.00: Leiðsögn listamanns: Klængur Gunnarsson
Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR
Sýningar: Hulda Rós Guðnadóttir: WERK – Labor Move, Ragnar Axelsson: Þar sem heimurinn bráðnar, Dýrslegur kraftur og D42 Klængur Gunnarsson: Krókótt
Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni!
Ókeypis aðgangur frá kl. 17-22.00 – allir velkomnir!