3. febrúar 2023 - 21:30
Kvöldvaka í Ásmundarsafni
Staður viðburðar:
Ásmundarsafn
Kvöldvaka í Ásmundarsafni.
Við bjóðum gestum að taka stökkið inn í fortíðina og verðum með húslestur og samsöng um náttmál. Halla Margrét Jóhannesdóttir leikari og María Viktoría Einarsdóttir tónlistarmaður leiða notalega stund á sýningunni Andardráttur á glugga sem opnuð verður kl. 17.00 sama dag. Lesið verður úr nýjum súrum þjóðsögum eftir Siggu Björgu og gömul og góð lög sungin saman.
Halla Margrét er verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Hún er líka leikari og rithöfundur. María Vikoría er tónlistamaður, gítarleikari, lagahöfundur og markþjálfi. Hún kennir hljóðfæraleik og lagasmíðar á eigin vegum og hjá Klifinu.
Verð viðburðar kr:
0