Veldu ár

2024 (9)
2023 (22)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
03.02.2023
07.05.2023

Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga

Heimur trölla, álfa, drauga og annarra kynjavera opnast á sýningunni Andardráttur á glugga. Listasafn Reykjavikur heldur áfram að kynna ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar og einstakt „kúluhús“ hans í Laugardal.

Nú er áherslan á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl.

Sigga Björg Sigurðardóttir (1977) er kunn af hugmyndaríkum teikningum sínum, innsetningum, myndböndum og bókverkum. Hún hefur skapað einstakan myndheim þar sem fantasía, húmor og hryllingur fara saman hönd í hönd. Í verkum sínum þræðir hún tilfinningalífið í allri sinni óreiðu og skapar stemningar sem nær ómögulegt er að færa í orð en með einkennandi stílbrögðum sínum nær hún að tjá ótrúlegustu blæbrigði. Á þessari sýningu vinnur hún meðal annars nýja myndröð út frá íslenskum þjóðsögum. Efnistök Siggu Bjargar eru jafnframt sérstök, í teikningum sínum blandar hún saman slettum og tilviljun við hárfína nákvæmni og mynstur. Verk hennar eru unnin jöfnum höndum á veggi sýningarsala og á pappír.

Ásmundur Sveinsson mótaði sitt myndmál í skúlptúr sem spannaði allt frá fígúratífri aðferð til óhlutbundinnar. Hann starfaði í takt við stefnu og strauma í módernískri framvindu 20. aldar og vann alla tíð með efni og form. Innblástur og myndefni sótti hann til að byrja með í nærumhverfið, mannlífið, menningararfinn og náttúruna, en síðar urðu umfjöllunarefnin meira abstrakt og fóru inn á svið náttúrulögmála og kosmískra vídda. Hann sagði svo frá að í æsku, þegar hann var að alast upp á bóndabæ í Dölunum, hefði hann kynnst þjóðsögum og sagnaminnum. Margt af því rataði með beinum eða óbeinum hætti inn í verk hans. Ásmundur rifjaði einhverju sinni upp minningu um vísu sem farið var með þegar verið var að svæfa krakka á bænum:

Við skulum ekki hafa hátt.

Hér er margt að ugga.

Eg hef heyrt í alla nátt

andardrátt á glugga.

 

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Markús Þór Andrésson
Myndbönd

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
3. febrúar 2023 - 17:00 til 23:00
Ásmundarsafn
3. febrúar 2023 - 19:30
Ásmundarsafn
3. febrúar 2023 - 21:30
Ásmundarsafn
26. febrúar 2023 - 13:00
Sigga Björg Sigurðardóttir. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir
Ásmundarsafn
11. mars 2023 - 14:00