3. febrúar 2023 - 17:00 til 23:00

Safnanótt í Listasafni Reykjavíkur

Staður viðburðar: 
Hafnarhús
Kjarvalsstaðir
Ásmundarsafn

Listasafn Reykjavíkur - Safnanótt

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá til 23.00.

Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu.

Hér má sjá fjölbreytta dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Safnanótt:

Hafnarhús:

17.00 – 23.00: Иorður og niður - Safnanæturgjöf úr Norðri – skemmtilegur spilastokkur til að virkja ímyndunaraflið, skoða myndlist frá ýmsum sjónarhornum og ferðast um listheima. Ath. meðan birgðir endast.

19.30 / 20.30: Örleiðsögn sýningarstjóra, Becky Forsythe um sýninguna Erró: Skörp skæri

21.00 / 21.30: Örleiðsögn sýningarstjóra, Markúsar Þórs Andréssonar um sýninguna Norður og niður

19.30 – 22.30: Samklipp – Opin smiðja  fyrir allan aldur í tengslum við sýninguna Erró: Skörp skæri

19.00 / 21.00: Forward – Listhópur Reykjavíkur 2023 - HOFIE V sýnir Dansverk eftir Lind Rongen                      

 

Kjarvalsstaðir:

Hefurðu komið í helgustu vé Kjarvalsstaða? Gestum boðið að skoða listaverkageymslur safnsins

Heimsókn í listaverkageymslurnar á Kjarvalstöðum er einstakt tækifæri til að skoða geymslurnar í fylgd safnafræðings. Takmarkaður aðgangur og skráning nauðsynleg.

Tímasetningar í boði: 19.00 / 19.30 / 20.00 / 20.30 / 21:00 / 21:30

Skráning kl. 19.00 HÉR (uppselt)

Skráning kl. 19.30 HÉR (uppselt)

Skráning kl. 20.00 HÉR (uppselt)

Skráning kl. 20.30 HÉR (uppselt)

Skráning kl. 21.00 HÉR

Skráning kl. 21:30 HÉR

18.00 – 20.00: Mótmæling – Opin smiðja fyrir allan aldur í tengslum við sýninguna Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður. Búðu til þitt eigið kröfuspjald!

20:00: Leiðsögn á pólsku með myndlistarmanninum Lukas Bury um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Fyrstu snjóar

21.00: Leiðsögn sýningarstjóra Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur um sýninguna Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

 

Ásmundarsafn:

17.00: Sýningaropnun á Safnanótt.  Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga.

19.30: Vasaljósaleiðsögn og þjóðsagnalestur fyrir allan aldur – inni og úti. Komdu með þitt eigið vasaljós eða fáðu lánað.

21.30: Kvöldvaka í Ásmundarsafni. Taktu stökkið inn í fortíðina! Húslestur þar sem við eigum saman notalega stund um náttmál. 

Verð viðburðar kr: 
0