3. febrúar 2023 - 17:00

Sýningaropnun – Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga

Beri maðurinn frá Vestmanneyjum, Sigga Björg, 2023.
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Sýningin Andardráttur á glugga með verkum eftir Siggu Björgu og Ásmund Sveinsson verður opnuð í Ásmundarsafni á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar kl. 17.00.

Listasafn Reykjavikur heldur áfram að kynna ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar. Nú er áherslan á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl.

Sigga Björg er kunn af hugmyndaríkum teikningum sínum, innsetningum, myndböndum og bókverkum. Hún hefur skapað einstakan myndheim þar sem fantasía, húmor og hryllingur fara saman hönd í hönd. Í verkum sínum þræðir hún tilfinningalífið í allri sinni óreiðu og skapar stemningar sem nær ómögulegt er að færa í orð en með einkennandi stílbrögðum sínum nær hún að tjá ótrúlegustu blæbrigði. Á þessari sýningu vinnur hún meðal annars nýja myndröð út frá íslenskum þjóðsögum. Efnistök Siggu Bjargar eru jafnframt sérstök, í teikningum sínum blandar hún saman slettum og tilviljun við hárfína nákvæmni og mynstur. Verk hennar eru unnin jöfnum höndum á veggi sýningarsala og á pappír.

Verð viðburðar kr: 
0